Gátu ekki lent í Færeyjum

Norræna á Seyðisfirði. Myndin er úr safni.
Norræna á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. mbl.is/Þorgeir

Fyrirhugað var að senda sýnatökuteymi með aðstoð Landhelgisgæslu frá Reykjavík og Egilsstöðum til Færeyja til móts við Norrænu í morgun. Sýnataka af farþegum færi þá fram um borð á leið ferjunnar frá Færeyjum til Seyðisfjarðar og henni lokið við komu.

Vegna lendingarskilyrða í Færeyjum í morgun gekk þessi áætlun ekki. Fyrirhuguð sýnataka fer því fram við komu Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun.

Gert er ráð fyrir að hún verði framkvæmd um borð. Sýnatöku annast starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands, að því er segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar á Austurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert