Ingvar og María Ögn sigruðu

Hjólreiðakempurnar við rásmarkið fyrr í kvöld.
Hjólreiðakempurnar við rásmarkið fyrr í kvöld. mbl.is/Arnþór

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson sigruðu fyrstu fjallahjólreiðakeppni ársins, Morgunblaðshringinn, sem fór fram í kvöld. 

Fast á hæla Maríu fylgdu Karen Axelsdóttir, sem tók annað sætið í Elite-kvennaflokki, og Kristín Edda Sveinsdóttir, sem lenti í því þriðja. 

Hafsteinn Ægisson lenti í öðru sæti í Elite-karlaflokki og Kristinn Jónsson í því þriðja. 

Ekki var hægt að biðja um betra veður, að sögn Davíðs Þórs Sigurðssonar, skipuleggjanda mótsins, sem segir að brautin hafi staðið fyrir sínu og verið jafnvel enn betri en í fyrra. 

mbl.is