Rannsaka vind í Vatnsmýri

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur.

Isavia hefur gengið frá samningi við Hollensku loft- og geimferðastofnunina um að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Úttektin er gerð með sérstöku tilliti til áhrifa byggðarinnar á ókyrrð og vinda á vellinum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigrún Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA, mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir í þessu máli svo öruggt sé að byggð í kringum flugvöllinn muni ekki hafa áhrif á flugöryggi.

Að sögn Sigrúnar hafa flugmenn Air Iceland tilkynnt atvik þar sem þeir hafa orðið varir við talsvert meiri ókyrrð á vellinum í kjölfar þess að byggð reis á Hlíðarenda, en úttekt á mögulegum áhrifum þeirrar byggðar á Reykjavíkurflugvöll var ekki gerð áður en hún var reist. Þess vegna þótti ISAVIA ástæða til að ráðast í slíka rannsókn á fyrirhugaðri byggð í Skerjafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert