Reikna má með eldgosi í Grímsvötnum

Eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli.
Eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli. mbl.is/RAX

Jarðhræringa verður nú vart í Bárðarbunguöskjunni, þar sem skjálfti, 3,4 að stærð, mældist kl. 16:32 í gær. Eftirskjálfti sem var 1,2 að styrk kom í kjölfarið. Enginn gosórói er sjáanlegur. Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Bárðarbungu hinn 30. maí.

Í pistli vísindaráðs almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir að vatnsborð í Grímsvötnum standi hátt um þessar mundir, auk þess sem hár kvikuþrýstingur sé í kvikuhólfinu undir öskjunni.

„Því verður að gera ráð fyrir þeim möguleika að eldgos brjótist út í lok jökulhlaups, sem gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Alls ekki er víst að svona fari, jökulhlaup á næstunni þarf ekki að leiða til eldgoss,“ segir vísindaráðið. Á vettvangi þess verður farið yfir stöðu mála í vikunni. Algengt er að fimm til tíu ár séu á milli Grímsvatnagosa, en það síðasta var árið 2011.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert