Vilja mest 2.000 ferðamenn

Tveir starfsmenn verða í hverjum sýnatökubás á Keflavíkurflugvelli
Tveir starfsmenn verða í hverjum sýnatökubás á Keflavíkurflugvelli mbl.is/Íris

Heilbrigðisyfirvöld mælast til þess við flugfélög og aðra sem flytja ferðamenn til landsins að ferðamenn sem hingað komi verði ekki fleiri en 2.000 talsins á degi hverjum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Í dag er slakað á takmörkunum á aðgengi ferðamanna að landinu en nú geta þeir sem hingað koma, bæði íslenskir og erlendir ríkisborgarar, valið hvort þeir fari í sýnatöku eða fjórtán daga sóttkví. Áður var öllum gert að sæta hinu síðarnefnda.

„Við höfum komið fram með þau tilmæli að flutningur ferðamanna til landsins miðist við að það komi ekki fleiri ferðamenn en 2.000 hingað til lands daglega en það er miðað við greiningargetuna,“ segir Þórólfur í Mogunblaðinu í dag.

Íslensk erfðagreining getur greint allt að 2.000 sýni daglega og er meiningin að fyrirtækið sjái mestmegnis um greiningu á sýnum til að byrja með.

Í dag er búist við því að 600 manns lendi á Keflavíkurflugvelli en erfitt er að segja til um hvenær farþegafjöldinn fer að aukast eða hvort hann gerir það, að sögn Þorólfs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert