Betra að fólk geymi knús

Fólk er hvatt til að geyma faðmlög við komuna til …
Fólk er hvatt til að geyma faðmlög við komuna til landsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eitt af því sem sóttvarnayfirvöld ætla að skerpa á hvað varðar komu farþega til landsins er að fólk geymi það að faðma ástvini sína þar til það hefur fengið niðurstöður úr sýnatöku vegna kórónuveiru, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Í gær var fólki gert auðveldara að ferðast til landsins þegar skimanir í Leifsstöð hófust.

Allir 900 farþegarnir sem hingað komu kusu að fara í skimun frekar en tveggja vikna sóttkví. Ferðalangar frá Færeyjum og börn þurftu ekki að fara í skimun en Færeyjar og Grænland voru tekin af lista yfir áhættusvæði um miðjan maí.

Blaðamaður Morgunblaðsins var í Leifsstöð þegar ferðalangar flykktust inn en eins og gefur að skilja voru faðmlög áberandi þar sem margir höfðu verið lengi án ástvina sinna.

„Við þurfum að koma skýrari skilaboðum til fólks um það að á meðan það bíður eftir niðurstöðum úr prófinu haldi það sig til hlés og geymi það að faðma ástvini sína og sé ekki á ferð í samfélaginu. Við fengum nokkrar ábendingar um að fólk hefði ekki fengið nógu skýr skilaboð um þetta og við bætum úr því,“ segir Víðir í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert