Birta myndir af eftirlýstu mönnunum

Einn mannanna sem eftirlýstur er. Hann heitir Mihail Neaga.
Einn mannanna sem eftirlýstur er. Hann heitir Mihail Neaga. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti rétt í þessu myndir af þremur karlmönnum sem hún leitar og eru grunaðir um brot á sóttkví. Um er að ræða þrjá rúmenska menn sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. Þeir kunna að vera smitaðir af COVID-19.

Mennirnir sem leitað er að heita Andrei Chimpu, Mihail Neaga og Constantin Barbacaru.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir þremenninganna, eða vita hvar þeir eru niðurkomnir, eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.

Lögreglan þarf nauðsynlega að ná tali af mönnunum, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Andrei Chimpu.
Andrei Chimpu. Ljósmynd/Lögreglan
Constantin Barbacaru.
Constantin Barbacaru. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is