Hef svo sannarlega endurheimt líf mitt

Katrín Björk Guðjónsdóttir nýtur þess að vera úti í náttúrunni …
Katrín Björk Guðjónsdóttir nýtur þess að vera úti í náttúrunni og finna fyrir fegurðinni allt í kringum sig.

„Ég er búin að sætta mig við að verða kannski bara alltaf á batavegi. Þá er ég þó á réttum vegi.“ Þetta skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir, 27 ára kona frá Flateyri, sem fékk þrisvar alvarlegt heilablóðfall fyrir nákvæmlega fimm árum og bloggar á síðuna katrinbjorkgudjons.com um lífið í bataferli.

Færsla hennar í gær ber yfirskriftina: „Hvort er ég að missa af lífinu eða endurheimta það,“ að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Ég er áfram á góðum batavegi og legg mig alla fram við að ná sem mestum og bestum bata. Sigrarnir vinnast ennþá hægt en ég finn núna að hugurinn heldur ekki aftur af mér þegar vonbrigðin hellast yfir mig. Togstreitan milli óskhyggju og raunveruleikans sem blasti við mér lamaði mig áður og dró úr mér allan viljastyrk og kraft. Ég vildi bara verða eins og ég var áður, ná fullum bata svo ég gæti orðið ég sjálf aftur.

Ég finn núna að ég er bara sú sem ég er í dag en ég get stefnt að því að bæta mig dag frá degi. Þessi áföll drógu kannski úr mér kraftinn, en ég hef náð sátt og finn bara fyrir óþrjótandi lífskrafti sem ég veit að ég get alltaf treyst á. Ég er ekki eins óþreyjufull og áður og er búin að sleppa öllum tímamörkum þó að viljastyrkurinn sé enn til staðar og jafnvel enn skýrari en áður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert