Kíkt inn á Borgarlínustöð

Á nýrri sýningu um Borgarlínu sem hefur verið sett upp í Ráðhúsinu er hægt að fá tilfinningu fyrir því hvernig Borgarlínan kemur til með að setja svip sinn á borgina. Hægt er að fylgjast með vagni sækja farþega og sjá hvernig línan mun styðja við það samgöngunet sem fyrir er á Höfuðborgarsvæðinu.

Í myndskeiðinu er kíkt á sýninguna sem kemur til með að vera í Ráðhúsinu í rúma viku en þá færist hún í Bókasafn Kópavogs. Einnig er rætt við borgarhönnuðinn Eddu Ívarsdóttir sem segir frá helstu markmiðum sýningarinnar sem sett er upp í tengslum við Hönnunarmars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert