Lögreglumaður smitaður af veirunni

Lögreglumaður á Suðurlandi sem umgekkst smitaða Rúmena um helgina hefur …
Lögreglumaður á Suðurlandi sem umgekkst smitaða Rúmena um helgina hefur sjálfur greinst með virkt smit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglumaður á Suðurlandi greindist með kórónuveiruna í morgun en hann smitaðist að öllum líkindum af tveimur Rúmenum sem lögregla hafði afskipti af um helgina. Alls eru 14 lögreglumenn í sóttkví auk tveggja starfsmanna lögreglunnar. 

Smit lögreglumannsins var ekki með í þeim tölum sem birtar voru klukkan 13 og eru virk smit í samfélaginu því sjö talsins og staðfest smit frá upphafi 1.813. 

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14.

Aðspurður hvort mál Rúmenanna sýni að hér hafi í raun ekki verið neitt eftirlit með því hvort þeir sem komu hingað til lands síðustu vikur hafi virt reglur um sóttkví sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að verkefnið hefði frá upphafi byggst á trausti. „Við fengum á tímabili yfir 200 ábendingar sem enginn fótur reyndist fyrir. Stóra málið fyrir lögreglunni í dag er lögreglumaðurinn sem er smitaður og við hugsum til hennar,“ sagði Víðir. 

„Við erum aðeins að komast út úr logninu,“ sagði Þórólfur og bætti við að smitin sýndu  mikilvægi þess að skima á landamærum og mikilvægi þess að hægt sé að meina einstaklingum aðgengi inn í landið fylgi þeir ekki fyrirmælum yfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert