Nói hyggst leita atbeina dómstóla

Finnur Geirsso forstjóri Nóa.
Finnur Geirsso forstjóri Nóa. mbl.is/Árni Sæberg

Sælgætisgerðin Nói Síríus telur fullreynt að ná samningum við stjórnvöld um að rétta samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda við erlendar sælgætisgerðir. Því sé aðeins fær sú leið að stefna ríkinu vegna „blygðunarlausrar mismununar“.

Þetta segir Finnur Geirsson, forstjóri fyrirtækisins. Vísar hann til þeirrar staðreyndar að háir tollar á innflutt mjólkurduft valdi því að fyrirtækið verði að kaupa íslenskt mjólkurduft sem kosti í flestum tilvikum að minnsta kosti tvöfalt meira en mjólkurduft að utan.

Tollarnir valdi því að hráefniskostnaður fyrirtækisins hækki um allt að sextíu milljónir króna á ári hverju og það veiki samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagnvart erlendum keppinautum sem flytji vörur sínar fullunnar, með mjólkurdufti í, inn til landsins án þess að á þær leggist tollar á borð við mjólkurduftið óblandað.

„Við höfum reynt að fara samningaleiðina að því að rétta þessa stöðu en það hefur ekki borið árangur. Samtök iðnaðarins hafa verið að vinna að þessu með okkur, þ.e. að jafna þessi skilyrði, en það hefur gengið brösuglega. Nú held ég að við verðum að taka þetta mál í eigin hendur,“ segir Finnur um málið í ViðskiptaMogganum í dag. Nói Síríus fagnar 100 ára afmæli nú í júnímánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert