Strætóbílstjóri og farþegi lentu í átökum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Mynd/mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af strætóbílstjóra og farþega vegna átaka sem komu upp á milli þeirra um sjöleytið í gærkvöldi. Meiðsli þeirra voru minniháttar samkvæmt því sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Foreldrar þriggja einstaklinga undir 18 ára aldri voru boðaðir á lögreglustöð eftir að lögregla fann fíkniefna á ungmennunum.

Þá var nokkuð um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöld og í nótt.

mbl.is