Táknræn mótmæli kaupmanna í miðbæ

Verslunarmenn límdu svarta ruslapoka inn í búðarglugga sína til að …
Verslunarmenn límdu svarta ruslapoka inn í búðarglugga sína til að mótmæla götulokunum í miðbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er framtíð verslana við Laugaveg. Með þessum gjörningi erum við fyrst og fremst að reyna að ná til almennings. Það þýðir ekki að tala við meirihlutann í Reykjavík,“ segir Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins í Reykjavík, í Morgunblaðinu í dag.

Vísar hann í máli sínu til þess að stór hópur kaupmanna við Laugaveg hefur nú hengt upp svarta ruslapoka í búðargluggum sínum til að mótmæla götulokunum.

Eru pokarnir sagðir tákna það sem að óbreyttu kemur; rekstrarstöðvun. Hátt í 30 verslunarmenn taka þátt í þessum mótmælum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert