400% söluaukning í heitum pottum í ár

Heitu pottarnir rjúka út hjá Borgarplasti.
Heitu pottarnir rjúka út hjá Borgarplasti. Af heimasíðu Borgarplasts.

Sala á heitum pottum hjá plastfyrirtækinu Borgarplasti í Mosfellsbæ, hefur margfaldast á þessu ári. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, seldust 23 pottar allt árið í fyrra, en nú í ár hafa 120 pottar selst. Telst það vera rúmlega 400 prósenta söluaukning. Guðbrandur segir í samtali við ViðskiptaMoggann að ástæða hinnar miklu sölu sé án efa kórónuveirufaraldurinn, og sú staðreynd að fólk eyði nú meiri tíma í að gera fínt heima hjá sér, og koma garðinum í gott stand. „Pottarnir hafa selst eins og heitar lummur. Við framleiðum eina tegund af skeljum og höfum hingað til litið á þetta sem aukabúgrein hjá okkur. En þetta er alveg með ólíkindum,“ segir Guðbrandur. „Það er brjáluð sala í byggingarvörum í landinu, og það sama á við um þetta. Það eru allir í framkvæmdum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert