Réðu illa við svo stórt verkefni

Helguvík. Starfsemi kísilvers United Silicon hefur lengi legið niðri.
Helguvík. Starfsemi kísilvers United Silicon hefur lengi legið niðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæjarfélagið var illa í stakk búið til að ráða við svo viðamikið verkefni sem uppbygging kísilvers United Silicon í Helguvík var. Mikilvægt er að draga lærdóm af þeim hrakförum sem áttu sér stað við uppbygginguna.

Svo segir í bókun sem tíu af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld. Fulltrúi Miðflokksins lýsti öndverðri skoðun og sagði að þáverandi meirihluti hefði borið ábyrgð á því hvernig fór.

Bæjarráð ákvað fyrir tveimur árum að láta gera úttekt á stjórnsýsluháttum Reykjanesbæjar vegna uppbyggingar kísilversins, í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem gerðar voru athugasemdir við samskipti stofnana ríkisins við United Silicon, og athugasemda Skipulagsstofnunar við eftirlit bæjarins. Skýrslan var lögð fram í bæjarráði fyrir nokkru og rædd í bæjarstjórn í fyrrakvöld.

Meginniðurstaða skýrsluhöfundar, Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögmanns, var að annmarkar hefðu verið á skipulagsferli og við útgáfu byggingarleyfa. Deiliskipulag hefði heimilað byggingu mannvirkja sem voru hærri en umhverfismat gerði ráð fyrir. Þá hefðu byggingarleyfi verið gefin út í andstöðu við deiliskipulag þar sem hæð samkvæmt samþykktum teikningum var 1,2 metrum meiri en heimilt var samkvæmt skipulagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert