Salan dregist saman um 70%

Einishús. Reksturinn hefur dregist gríðarlega saman undanfarið.
Einishús. Reksturinn hefur dregist gríðarlega saman undanfarið.

„Samdrátturinn það sem af er ári er í kringum 70%. Við höfum fundið verulega fyrir þessu ástandi,“ segir Guðfinna Sverrisdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Eini Björnssyni, hefur rekið sumarhúsin Einishús. Húsin eru í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og hafa notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár.

Líkt og fjölmargir aðrir rekstraraðilar í ferðaþjónustu hafa hjónin fundið fyrir áhrifum faraldurs kórónuveiru. Hefur ásókn í húsin dregist verulega saman af þeim sökum. Að sögn Guðfinnu óskaði fjöldi ferðamanna, sem bókaða áttu gistingu hjá Einishúsum, eftir því að færa hana fram til næsta árs.

„Maí- og júnímánuður duttu alveg út hjá okkur. Júlí og ágúst eru enn inni, einhverjir hafa þó afbókað en enn eru margir sem segjast ætla að koma. Við höfum verið að senda póst á þá sem áttu bókað og margir svöruðu og báðu um að færa yfir á næsta ár. Það eru þó líka ferðamenn sem ekki hafa svarað þegar við könnuðum hvort þeir hygðust koma,“ segir Guðfinna í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert