Slíta sig frá rekstri hjúkrunarheimila

Hjúkrunarheimilið Ísafold. Hæstiréttur segir ríkið hafa axlað skyldur sínar að …
Hjúkrunarheimilið Ísafold. Hæstiréttur segir ríkið hafa axlað skyldur sínar að lögum með því að tryggja Garðabæ fjárveitingar á fjárlögum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það getur ekki gengið að sveitarfélög sem reka hjúkrunarheimili hafi lagt í þetta hundruð milljóna króna á undanförnum árum og geti ekki rekið þau lengur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að búast til að slíta samningum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila vegna þess að daggjöld ríkisins duga ekki fyrir rekstri þeirra, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru. Hefur verið mikill halli á sumum þeirra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segir Aldís mikilvægt að meta hvaða þjónustu eigi að veita á þessum heimilum og hvað hún kosti. Stofnaður hefur verið starfshópur til að fara yfir það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert