Þrír lögregluþjónar smitaðir

Lögregluþjónarnir voru báðir í sóttkví.
Lögregluþjónarnir voru báðir í sóttkví. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir lögregluþjónar til viðbótar hafa greinst með kórónuveiruna eftir að afskipti voru höfð af smituðum Rúmenum sem komu hingað til lands í síðustu viku. Þar með eru lögregluþjónarnir, sem allir starfa á Suðurlandi, sem smituðust við aðgerðirnar orðnir þrír.

Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá. Lögregluþjónarnir voru báðir í sóttkví.

mbl.is