Allir meðvitaðir um að ábyrgðin sé mikil

Frá samningafundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag.
Frá samningafundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins lauk nú klukkan 17. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 9:30 í fyrramálið. 

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að dagurinn hafi verið langur og strangur enda allir meðvitaðir um þá ábyrgð sem þeir hafa til þess að ljúka viðræðum með samningi. Boðað verkfall hjúkrunarfræðinga hefst klukkan 8 á mánudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma „Samninganefndir vinna vel og samtalið er gott,“ segir Aðalsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert