Bað þingmenn Miðflokksins að sofa vel

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað þingmenn Miðflokksins að takmarka …
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað þingmenn Miðflokksins að takmarka ræðutíma sinn svo hægt væri að standa við áform um að ljúka þingstörfum fyrir lok næstu viku. mbl.is/​Hari

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það vonbrigði að þingmenn sitji fastir á sama stað í lok þingfundar dagsins.

Samgönguáætlun var rædd fram á nótt á föstudag og hófst þingfundur dagsins klukkan 10:30 á sama dagskrárlið og var hann enn til umræðu þegar fundi var slitið á áttunda tímanum í kvöld. 

Þingmenn Miðflokksins eru sakaðir um málþóf, meðal annars af Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna. Steingrímur bað þingmenn Miðflokksins að takmarka ræðutíma sinn svo hægt væri að standa við áform um að ljúka þingstörfum fyrir lok næstu viku. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið tíðrætt um borgarlínuna …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið tíðrætt um borgarlínuna á þingi síðustu daga.

Þingmenn Miðflokksins töluðu í um átta klukkustundir á þingfundi dagsins og fluttu á milli 70 og 80 ræður. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar 1000 mínútur, á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 16 ræður. Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel,“ sagði Steingrímur, rétt áður en hann sleit þingfundi. 

Næsti þingfundur verður á mánudag klukkan 11.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert