Enn stærri skjálfti fyrir norðan

Skjálfta­hrina hef­ur staðið yfir á Tjör­nes­brota­belt­inu síðan um há­degi í …
Skjálfta­hrina hef­ur staðið yfir á Tjör­nes­brota­belt­inu síðan um há­degi í gær. Kort/Veðurstofan

Annar stór skjálfti varð við Gjögurtá úti fyrir norðurströndinni nú fyrir skömmu. Fyrstu mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið 5,6 af stærð. Skjálftinn fannst vel á Ísafirði, en annar stór skjálfti sem varð í dag fannst ekki þar. 

Jarðskjálfti að stærð 5,3 varð 18,1 km norðvestur af Gjögurtá klukkan 15:05 í dag. Skjálftinn sem varð nú kl 19:26 var 15,3 km norðvestur af Gjögurtá. 

Skjálftinn fannst víða, allt vestur í Búðardal, suður á Akranes og austur á Seyðisfjörð. Fyrsta mat á stærð skjálftans bendir til þess að hann hafi verið 5,6 að stærð. Alls hafa um 700 skjálftar mælst í hrinunni í dag.

Heimildir mbl.is á Siglufirði segja þennan skjálfta hafa varað lengur og verið kröftugri en skjálftann í dag. 

Gluggar nötruðu og pallagrindverk hjá viðmælanda mbl.is hristist rækilega. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert