Hundruð gesta í lóninu á fyrsta degi

Veðrið skartaði sínu fegursta.
Veðrið skartaði sínu fegursta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa lónið opnaði dyr sínar á ný í gær eftir rúmlega þriggja mánaða lokun, en loka þurfti lóninu 23. mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir það mikið fagnaðarefni að geta tekið á móti gestum á ný. „Það var sérstaklega ánægjulegt að geta boðið gesti velkomna á ný.

Bláa lónið skartaði sínu fegursta og veðrið lék við gesti. Konur voru leystar út með glaðningi í tilefni kvenréttindadagsins og gestum var meðal annars boðið upp á flotupplifun og ýmsar kræsingar. Dagurinn var fallegur og við erum glöð með góðar og jákvæðar viðtökur,“ segir Helga í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert