Ítalskar þotur vakta nú lofthelgina

Tvær ítalskar F-35 sjást hér á öryggissvæði NATO í Keflavík.
Tvær ítalskar F-35 sjást hér á öryggissvæði NATO í Keflavík. Ljósmynd/Ítalski flugherinn

Loftrýmisgæsla ítalska flughersins fyrir Atlantshafsbandalagið (NATO) er hafin hér á landi. Flugsveitin kom hingað til lands 9. júní síðastliðinn með sex orrustuþotur af gerðinni F-35 og er gert ráð fyrir að hún verði hér við eftirlit í alls sex vikur.

Liðsmönnum flughersins var gert að sæta 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað var komið. Þá fóru þeir aftur í 14 daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli til að tryggja að hópurinn sé laus við kórónuveiru.

Framkvæmd verkefnisins er með sama hætti og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisáætlun NATO fyrir Ísland. Alls taka um 135 liðsmenn flughersins þátt auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Þýskalandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert