Mörgum verkefnum verði flýtt

Breikkun brúar yfir Núpsvötn hefur verið sett í forgang, enda …
Breikkun brúar yfir Núpsvötn hefur verið sett í forgang, enda þykir hún vera slysagildra, sbr. þegar þrír létust þar seint á árinu 2018 þegar jeppi fór út af. Endurbætur á fleiri einbreiðum brúm þykja nauðsynlegar og þarfar. mbl.is/Sigurður Bogi

Lagfæringar á Biskupsbeygju syðst á Holtavörðuheiði, gerð hringtorga við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum og breikkun sex einbreiðra brúa, svo sem yfir Skjálfandafljót við Fosshól og Núpsvötn.

Þetta eru meðal verkefna sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis leggur til að verði flýtt og hafist handa um þegar í ár undir merkjum fjárfestingarátaksins 2020 sem ríkisstjórnin kynnti í vor. Alls eru til skiptanna 18 milljarðar króna og þar af eru vegamálum eyrnamerktir 6,5 milljarðar til framkvæmda í ár.

Önnur verkefni sem lagt er til, samkvæmt þingsályktunartillögu, að komist til framkvæmda eru m.a. breikkun brúa yfir Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði og Gilsá í Skriðdal. Sömuleiðis er gerð tillaga um að bæta Þverárfellsveg til Skagastrandar við Laxá í Refasveit. Einnig á að verja auknum fjármunum í ýmis vöktunarverkefni til að bæta viðbrögð við óveðri og annarri náttúruvá. Sömuleiðis verður einum milljarði króna varið til tengivega í dreifbýlinu, vega milli bæja og hverfa í sveitum víða um landið.

Svigrúm gefst

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd og er framsögumaður meirihlutans um samgönguáætlun. „Gildandi samgönguáætlun er í endurskoðun um þessar mundir og væntanlega gefst svigrúm til að flýta ýmsum framkvæmdum í krafti átaksverkefna sem ríkisstjórnin efnir til. Undir þeim formerkjum er í dag verið að endurbæta helstu stofnvegi út frá höfuðborgarsvæðinu og halda verður áfram á þeirri braut,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert