Rúður gengu til og fólki brá

Siglufjörður.
Siglufjörður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála á mbl.is, er stödd á Siglufirði þar sem mikils jarðskjálfta varð vart nú rétt eftir þrjú. Hún segir fólki hafa brugðið mjög, skjálftann hafa verið mikinn og tiltölulega lengi að ganga yfir.

Jarðskjálftinn var 5,3 að stærð og varð 18,1 km norðvest­ur af Gjög­ur­tá klukk­an 15:05. Hann fannst vel á Sigluf­irði, Ak­ur­eyri og í Hrís­ey. 

„Við sátum fyrir utan Fríðu kaffihús hér í sólinni og allt í einu sá maður bara rúðurnar á verkstæðinu við hliðina á okkur ganga til. Þetta voru nokkrar sekúndur og svo bara leið þetta hjá og sólin hélt áfram að skína,“ segir Marta.

Marta segir skjálftann minna á 17. júní skjálftann árið 2000.

Hús nötraði í Hrísey

Skömmu eftir skjálftann fundust nokkrir eftir skjálftar upp úr 3 að stærð.

Viðmælandi mbl.is í Hrísey sagði að hús hafi nötrað. 

Skjálfta­hrina hef­ur staðið yfir á svæðinu síðan um há­degi í gær en á milli klukk­an sjö og átta í gær­kvöldi færðist aukið líf í hrin­una. Tíu skjálft­ar yfir 3 að stærð hafa orðið síðan klukk­an sjö í gær­kvöldi.

mbl.is