Veitt í tilraunaskyni í sumar

Reynt hefur verið að dæla aur úr ánni frá því …
Reynt hefur verið að dæla aur úr ánni frá því slysið varð. mbl.is//Helgi Bjarnason

Takmarkaðar veiðar verða leyfðar í Andakílsá í sumar en veiðar hafa legið niðri frá því á árinu 2017 þegar set barst fyrir slysni úr lóni Andakílsárvirkjunar og fyllti hylji og lagðist yfir hrygningarsvæði.

Veiðarnar verða í tilraunaskyni til að afla upplýsinga um veiðstaði og hvernig fiskurinn tekur við sér. Veiðileyfi verða ekki seld, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Frá því umhverfisslysið varð hefur verið unnið að hreinsun árinnar á kostnað Orku náttúrunnar og sleppt í hana seiðum til að vega á móti þeim árgöngum sem duttu út.

Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Ausu, formaður Veiðifélags Andakílsár, er nokkuð ánægð með stöðuna. Tekur þó fram að áin sé ekki orðin jafngóð og hún var. Aur sé enn þá í henni en hafi færst neðar. Hyljir hafi verið í sæmilegu ástandi við skoðun á dögunum. Hyljir séu þó ekki þeir sömu og var en hún tekur fram að þeir geti eigi að síður orðið góðir. Það eigi eftir að koma í ljós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert