Líkfundur í Keflavík

Smábátahöfn í Grófinni í Keflavík.
Smábátahöfn í Grófinni í Keflavík. Ljósmynd/Visit Reykjanes

Lík fannst í berginu við smábátahöfnina í Gróf í Keflavík um miðjan dag í dag. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Viðbúnaður var mikill á milli eitt og þrjú á svæðinu, þar sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út, ásamt sjúkrabílum, lögreglu og björgunarsveitum.

Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir líkfundinn við mbl.is. Málið er rannsakað sem mannslát en ekki fást frekari upplýsingar um rannsóknina.

mbl.is