Skjálfti 5,8 að stærð

Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá hádegi á föstudag …
Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá hádegi á föstudag og eru skjálftarnir orðnir fleiri en 2.000 talsins. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti af stærð 5,8 varð 33,8 kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan 19:07. Skjálftinn er á stærsti sem orðið hefur í skjálftahrinu sem hófst um hádegi síðastliðinn föstudag.

Staðsetning skjálftans er rúma 10 km lengra frá landi en stóru skjálftarnir sem urðu í gær. 

mbl.is ræddi við fólk í Grímsey, þar sem fannst að sögn „mjög vel“ fyrir skjálftanum nú rétt eftir sjö. „Það hristist allt og skalf og stóð í meira en 30 sekúndur.“

Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið, þar af átta yfir 3 að stærð einn 4,1 að stærð og einn 4 að stærð.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Norður­landi eystra lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðskjálfta­hrin­unn­ar, en yfir 2.000 skjálftar hafa orðið síðan hrinan hófst, fjölmargir yfir 3 að stærð.

Stærstu skjálftarnir til þessa urðu í gærkvöldi, 5,4 og 5,6 að stærð, og fundust þeir víða á landinu.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að yfirfarin gögn um stærð skjálftans bárust frá Veðurstofu Íslands. 

mbl.is