Yfir 1.500 jarðskjálftar síðustu tvo sólarhringa

Stærsti skjálfti næturinn var 4,3 að stærð en alls hafa …
Stærsti skjálfti næturinn var 4,3 að stærð en alls hafa 69 skjálftar, 3 eða stærri, mælst á Tjörnesbrotabeltinu frá því á föstudag. Kort/Veðurstofan

Jarðskjálfti af stærð 4,3 varð skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um 13,3 kílómetra vestnorðvestur af Gjögurtá og reyndist hann stærsti skjálfti næturinnar. Hann fannst vel á Siglufirði og á Akureyri. 

Frá því að jarðskjálftahrina hófst á föstudag um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði hafa yfir 1.500 skjálftar mælst, þar af 69 stærri en 3. Tveir stærstu urðu klukkan 15:05 og 19:26 í gær og voru 5,4 og 5,6 að stærð samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofu Íslands. 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýstu yfir óvissustigi á Norðurlandi vegna skjálftanna í gær og fylgjast grannt með gangi mála en ekki er talin ástæða til að virkja samhæfingarmiðstöð að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert