Fannst stóllinn hreyfast

Grænu stjörnurnar sýna stærstu skjálftana út af Eyjafirði.
Grænu stjörnurnar sýna stærstu skjálftana út af Eyjafirði. Skjáskot af vef Veðurstofunnar

„Mér fannst stóllinn hreyfast undir mér,“ sagði Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, um skjálftann á laugardagskvöldið. Hann var þá staddur á sjávarréttakvöldi kvenfélagsins og sló þögn á mannskapinn þótt Grímseyingar séu vanari jarðskjálftum en flestir landsmenn.

„Ég fann mikið fyrir þessu. Ég bý á þriðju hæð í gömlu timburhúsi og þar lék allt á reiðiskjálfi. Húsið hristist og það glamraði í leirtaui og glermunum,“ sagði Arnar Sigurðsson, skipstjóri á Húsavík, í gærkvöldi um stóran skjálfta sem átti upptök sín norður af Eyjafirði og var stærð hans mæld 5,8. Er þetta stærsti skjálfinn í hrinunni sem staðið hefur frá því á föstudag og virðist því ekkert lát vera á henni.

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi á Norðurlandi eystra. Veðurstofan biður fólk að búa sig undir að hrinan geti staðið áfram næstu daga og verið undanfari stærri skjálfta, að því er fram kemur í umfjöllun um jarðhræringarnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert