Fleiri greiða atkvæði utan kjörfundar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson bjóða …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson bjóða sig fram til forseta Íslands. Fleiri hafa kosið utan kjörfundar nú heldur en á sama tíma í fyrra. Samsett mynd

Mun fleiri hafa kosið forsetaefni utan kjörfundar í ár heldur en á sama tíma árið 2016. Um 19.220 íbúar höfuðborgarsvæðisins höfðu greitt atkvæði í morgun, en um 11.000 höfðu gert það á sama tíma árið 2016. 

Á landsvísu hafa 24.448 atkvæði verið greidd og eru þar af aðsend atkvæði 819 talsins. Þó gætu tölurnar hækkað í lok dags þar sem einkum margir sóttu kjörstað á mánudeginum fyrir kjördag, fyrir fjórum árum. 

„Það verður forvitnilegt að sjá hvernig tölur yfir kjörsókn verða í kvöld. Á þessum degi árið 2016 kusu vel yfir 1.900 manns,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri fyrir hönd sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Atkvæðargeiðsla utan kjörfundar fer nú fram á þremur stöðum á höfuðbogarsvæðinu: Á 1. hæð í Smáralind, miðsvæðis á 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli í húsnæði KSÍ. Kjördagur er á laugardaginn, 27. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert