„Grá svæði“ í rafskútuslysum

Rafskútur Algengt er að ungmenni undir 18 ára séu á …
Rafskútur Algengt er að ungmenni undir 18 ára séu á leiguskútum, oftar en ekki tvö eða fleiri í einu. Margir óttast að alvarleg slys geti hlotist af. AFP

„Gatnakerfið okkar er ekki byggt fyrir þetta. Það ættu að vera sérstakir hjólastígar fyrir rafskútur og hjól því það er ekkert grín ef keyrt er á gangandi vegfaranda á 25 kílómetra hraða. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.

Umferð rafskútna hefur aukist mikið að undanförnu og tíðar fréttir eru af slysum þeim tengdum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna, segir að rafskútuleigur þurfi að vera gagnrýnni þegar kemur að notkun ungra barna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag furðar hún sig á því af hverju krakkar undir 18 ára geti leigt sér rafskútu með debetkorti sínu. Viðbúið sé að alvarleg slys geti orðið og erfitt geti verið að greiða úr málum þar sem barn á í hlut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert