Skjálfti af stærð 4,0 eftir hádegi

Grjóthrun úr Gjögurtánni eftir jarðskjálfta um helgina.
Grjóthrun úr Gjögurtánni eftir jarðskjálfta um helgina. Ljósmynd/Sigurgeir Haraldsson

Jarðskjálfti af stærð 4,0 varð klukkan 12:18 í dag, en skjálftinn varð á svipuðu svæði og skjálftahrinan undanfarna daga hefur verið, norður af Tröllaskaga. Annar skjálfti 3,4 að stærð kom beint í kjölfarið.

Fyrri skjálftinn varð um 29,3 km NNA af Siglufirði á 10 km dýpi, en sá síðari varð 24,1 km NNV af Gjögurtá á 1,1 km dýpi. Aðrir tveir skjálftar riðu yfir svæðið á tólfta tímanum, fyrri skjálftinn 3,0 að stærð og sá síðari 3,2 að stærð.

Samtals hafa 122 skjálftar 3,0 eða stærri mælst á svæðinu síðustu tvo sólarhringa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert