Sóttvarnir í hávegum hafðar á kjördag

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almannavarnir hafa átt í góðum samskiptum við dómsmálaráðuneyti vegna sóttvarnaráðstafana fyrir forsetakosningar, sem haldnar verða á laugardag. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundi almannavarna á Höfðatorgi í dag.

Sérfræðingar sóttvarnalæknis hafa unnið ásamt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að leiðbeiningum fyrir starfsfólk kjörstjórna, bæði við atkvæðagreiðslu og talningu, og segir Víðir að sóttvarnir verði „í hávegum hafðar“ á kjördag.

Ríflega 250.000 manns eru á kjörskrá, en þegar hafa yfir 20.000 kosið utan kjörfundar.

mbl.is