Býst ekki við stórum skjálfta nú

Töluverð skriða féll úr Hvanndalabjargi í jarðskjálftanum á laugardagskvöld. Myndin …
Töluverð skriða féll úr Hvanndalabjargi í jarðskjálftanum á laugardagskvöld. Myndin var tekin úr Hrísey og sýnir mökkinn eftir hrunið. Ljósmynd/Unnur Sæmundsdóttir

„Ég myndi ekki búast við stórum skjálfta á Húsavíkur-Flateyjar-misgenginu í þessari hrinu, eins og hún hefur verið. Þetta er fyrst og fremst opnun á beltinu sem liggur norður frá mynni Eyjafjarðar. Hefur skjálftavirkni færst norður eftir sigdalnum og ef það koma stórir skjálftar þar veldur það minna álagi á mannfólkið í landi,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.

Hann telur mestar líkur á að þessi opnun haldi sig á þessu belti. Fari ekki í austur eins og gerðist í hrinunni á árinu 2012, nema eitthvað annað komi til, og heldur ekki til vesturs. Hann bendir í þessu sambandi á að allt frá Kröflueldum á áttunda áratugnum hafi opnun verið meiri á austurhluta Tjörnes-brotabeltsins, norður af Öxarfirði og í áttina að Grímsey og Kolbeinsey.

„Nú virðist manni, miðað við skjálftana 2012 og aftur núna, að opnun sé að færast meira í Eyjafjarðarálinn. Maður býst ekki við að þessir virkilega stóru skjálftar sem ekki tengjast opnun heldur þvergengisbjögun verði við þessar aðstæður,“ segir Ragnar í umfjöllun um jarðhræringarnar nyrðra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert