Funduðu fram á nótt

Í kvöld verða eldhúsdagsumræður á þingi, sem alla jafna marka …
Í kvöld verða eldhúsdagsumræður á þingi, sem alla jafna marka þinglok, en þingfundir eru á dagskrá á miðvikudag og fimmtudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingfundi lauk á öðrum tímanum í nótt og hafði þá staðið frá því klukkan 11 um morguninn eða í tæpar 13 klukkustundir. Líkt og síðustu daga voru þingmenn Miðflokksins mestmegnis á mælendaskrá og ræddu fimm og fimmtán ára samgönguáætlanir. 

Við lok fundarins var umræðum um samgönguáætlanir frestað en önnur mál tekin af dagskrá. Líkt og forseti Alþingis tilkynnti í gær hefur starfs­áætl­un Alþing­is hef­ur verið tek­in úr sam­bandi.

Ný áætl­un hef­ur ekki lögð fram en ætla má að ekki tak­ist að ljúka þingi líkt og stefnt var að nú á fimmtu­dag. 

Þingfundur hefst að nýju klukkan 11:30. Í kvöld verða eldhúsdagsumræður á þingi, sem alla jafna marka þinglok, en þingfundir eru á dagskrá á miðvikudag og fimmtudag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert