„Teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við settum okkur“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi um nýja út­gáfu af aðgerðaáætl­un …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi um nýja út­gáfu af aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að helstu fréttir í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum séu að markmiðin sem sett voru árið 2018 séu raunhæf. Þetta hafi útreikningar sérfræðinga á síðustu tveimur árum sýnt fram á. „Við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við settum okkur,“ sagði Katrín á kynningarfundi í dag.

Fyrri aðgerðaáætlunin var kynnt í september 2018, en þar voru þau markmið sett fram að ná markmiðum Parísarsáttmálans fyrir árið 2030, en í því felst að draga úr losun kolefnis um 29% miðað við árið 2005. Reyndar verður horft til þess að draga úr losuninni um 40% hér á landi samkvæmt nýju áætluninni. Þá er einnig markmið um þjóðfélagið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Katrín sagði að fyrir tveimur árum hafi ríkisstjórnin rennt nokkuð blint í sjóinn með markmiðin og náð forskoti í alþjóðlegri umfjöllun um þessar áætlanir. Sagði hún að þá hefðu stóru línurnar verið kynntar, en þær hafi verið svo unnar nánar auk þess sem nú séu fjölbreyttari aðgerðir settar fram.

Í nýju áætluninni kemur fram að markmiðið er að draga úr losun um 40% fyrir árið 2030, en að samdrátturinn gæti orðið allt að 46%.

Sagði Katrín að þrátt fyrir að verkefnið í tengslum við loftslagsmálin væri ógnvænlegt verkefni, þá gæfi þessi staða henni orku og bjartsýni. „Það er hægt að ná árangri,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert