Vilja að konur þekki rauðu ljósin

Styrkurinn mun fara í að þýða myndbönd um varrúðarmerku sem …
Styrkurinn mun fara í að þýða myndbönd um varrúðarmerku sem einkenna ofbeldi yfir á fleiri tungumál, til dæmis pólsku. Ljósmynd/Soroptimistafélag Íslands

Ingibjörg Jónasdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands afhenti í gær styrk til hjálparsamtaka kvenna, að verðmæti 500.000 sem nýttur verður nýttur til að þýða fimm mynbönd um einkenni ofbeldis gegn konum yfir á fleiri tungumál en ensku. 

Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð og Bjarmahlíð stóðu að verkefninu og miðla myndböndunum til sinna skjólstæðinga, sem er þegar eru aðgengileg á íslensku og ensku. 

„Við erum að styrkja konur og gerum það með því að styrkja samtök sem eru að vinna gegn ofbeldi. Við erum að stuðla að því að myndbönd um rauðu ljósin eða einkenni ofbeldis verði þýdd á fleiri tungumál,“ sagði Ingibjörg Jónasdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands.

Í maí síðastliðnum áttu sér stað flest mál tengd heimilisofbeldi í einum mánuði frá maí 2015, samkvæmt málafjölda lögreglu. Málum af því tagi fjölgaði um 19% eftir fyrstu 23 vikur ársins 2020, miðað við sama tíma í fyrra. 

Soroptimistar vilja efla þekkingu almennings á einkennum ofbeldis gegn konum og telja brýnt að dreifa myndböndunum sem víðast, svo konur sem búi við heimilisofbeldi þekki einkennin og leiti sér aðstoðar sem fyrst.

Halda ráðstefnu í nóvember

Ísland er fyrst norðurlanda til að halda ráðstefnu á vegum Evrópusamtakanna Family Justice Center í nóvember, sem Bjarkarhlíð og Bjarmahlíð eru aðilar að.

Ráðstefnan verður sambærileg þeirri sem samtökin héldu í Belgíu á síðasta ári og fjallar um hvernig hægt er að stöðva ofbeldi gegn konum, að sögn Ingibjargar. Soroptimistasamband Íslands mun fara að dæmi systra sinna í Belgíu og veita veglegan styrk til verkefnisins í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert