Tvö virk smit hjá 10.000 ferðamönnum

Frá upplýsingafundi almannavarna.
Frá upplýsingafundi almannavarna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert þriggja smita sem greindust við landamæraskimun í gær voru virk. 

Þrettán hafa greinst með vieruna frá því að landamæraskimun hófst. Aðeins tveir eru með virkt smit af þeim 10.000 ferðamönnum sem hafa komið hingað til lands.

Virkt smit, eða ný sýking, þýðir að viðkomandi geti smitað aðra segir Þórólfur. Gömul sýking þýðir að viðkomandi smitaðist fyrir einhverju síðan og smitar ekki aðra. 

COVID-göngudeild Landspítalans fylgist með 7 einstaklingum að sögn Þórólfs en enginn þeirra er alvarlega veikur. Alls eru 250 í sóttkví. 

Þórólfur mælist til þess að landamæraskimun haldi áfram þar sem meiri tíma þurfi til að meta áhættuna. Hugsanlega verður hægt að breyta áherslum en það er þó ekki tímabært. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert