Um 9% þjóðarinnar hafa greitt atkvæði

Á 34. þúsund Íslendinga hafa þegar valið sér forsetaefni, miðað …
Á 34. þúsund Íslendinga hafa þegar valið sér forsetaefni, miðað við tölur frá í gærkvöld. Eggert Jóhannesson

Um 9% þjóðarinnar hafa þegar valið forsetaefni utan kjörfundar, miðað við tölur frá í gærkvöldi. Alls hafa 33.646 greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu og erlendis.  

Sífellt fleiri Íslendingar kjósa snemma utan kjörfundar í forsetakosningum en því til merkis kusu 23.627 utan kjörfundar árið 2016, þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti lýðveldisins.

Enn færri kusu snemma utan kjörfundar í forsetakosningum árið 2012 eða 17.549 manns, þegar Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur voru á meðal þeirra sem buðu sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert