Fjórir fluttir á slysadeild

Fjórir hafa verið fluttir á slysadeild vegna eldsvoða sem upp kom í íbúðahúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Tveir hafa verið handteknir á staðnum af sérsveit ríkislögreglustjóra. 

Að sögn lögreglu stukku tveir út um glugga hússins þegar það stóð í ljósum logum. Grunur er um að fíkniefna hafi verið neytt í húsinu og hafði lögregla afskipti af húsráðendum í gærkvöld.

Á tíma virt­ist slökkviliðið vera að ná tök­um á eld­in­um og voru eld­tung­ur frá hús­inu ekki leng­ur sjá­an­leg­ar. Þá eru íbúar í nágrenni hvattir til þess að loka gluggum og halda sig fjarri eldsvoðanum.

Bruni á Bræðraborgarstíg.
Bruni á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bruni á Bræðraborgarstíg.
Bruni á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Þorgerður
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert