Hnúfubakar við Sauðárkrókshöfn

Tveir hnúfubakar hafa hreiðrað um sig við Sauðárkrókshöfn að undanförnu og heilsað íbúum bæjarins að undanförnu. Mikill áhugi er meðal bæjarbúa og ferðafólks á þessum risavöxnu spendýrum, sem geta orðið 17 metrar á lengd og vega 25-40 tonn.

Hnúfubakar hafa heimsótt Sauðárkrókshöfn nokkrum sinnum að undanförnu.
Hnúfubakar hafa heimsótt Sauðárkrókshöfn nokkrum sinnum að undanförnu. Ljósmynd/Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson

Hvalirnir hafa að undanförnu haldið sig við Suðurgarðinn í höfninni og segir Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri á Sauðárkróki, að slíkt sé ekki algengt.

„Það virðist vera að aukast hvalagengið í Skagafirði. Það hefur margt fólk verið við Suðurgarðinn og allir að taka myndir. Þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Dagur.

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, myndlistarkennari og einn eigenda sýningarinnar Puffin And Friends starfar í grennd við fjöruborðið og hefur fylgst með hnúfubökunum. 

Ljósmynd/Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson

„Þeir eru búnir að leika þennan leik nokkrum sinnum, þeir virðast króa smáfiskinn af. Þar er skemmtilegt að sjá hvað þeir nota óhefðbundnar aðferðir þegar þeir eru komnir nær landi, þar sem þeir eru komnir á grunnsævi. Þeir hafa verið að taka fiskinn á hlið, þá fara þeir á hlið upp á yfirborðið,“ segir Guðbrandur Ægir en vel má sjá veiðiaðferðina á meðfylgjandi myndskeiði sem Hjalti Árnason tók

mbl.is