Lýst eftir Jóni Skúla

Lögreglan lýsir eftir Jóni Skúla Traustasyni.
Lögreglan lýsir eftir Jóni Skúla Traustasyni.

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Jóni Skúla Traustasyni, en hann er 40 ára gamall. Síðast var vitað um ferðir hans á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudagskvöldið.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er Jón Skúli um 1,75 m á hæð með dökkt axlarsítt hár. Líklega er hann klæddur í dökkan fatnað.

Lögreglan vekur athygli á því að bifreið Jóns Skúla er ljósgrá Volkswagen Golf 2013 árgerð með skráningarnúmerið BF-V25. Óskar lögreglan eftir því að þeir sem hafi orðið varir við bifreiðina hafi samband við lögreglu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Jóns Skúla eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

mbl.is