Þrjár uppfærslur á einni viku

Opnað var formlega fyrir ferðaávísanir ríkisins í gær og tók …
Opnað var formlega fyrir ferðaávísanir ríkisins í gær og tók söngvarinn ástsæli Helgi Björnsson við fyrstu ávísuninni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ferðamálaráðherra af því tilefni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þrjár uppfærslur af ferðagjafar-appi stjórnvalda hafa verið gefnar út síðan appið var gert aðgengilegt fyrir viku, að sögn Ara Steinarssonar, framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins YAY sem hannaði forritið.

Byrjunarörðugleikar ollu því að fjöldi fólks gagnrýndi appið á Google Play Store, sem ætlað er símum með Android-stýrikerfi.

Þar er appið til að mynda gagnrýnt fyrir að óska eftir óeðlilega miklum aðgangi að símanum, en forritið óskar eftir aðgangi að myndavél og hljóðnema símans sem það sækir. Til að byrja með óskaði það einnig eftir aðgangi að dagatali símans.

Ari segir „örugglega eitthvað til í því“ að forritið biðji um óeðlilega mikinn aðgang en segir eðlilegt að beðið sé um aðgang að myndavél og hljóðnema, þar sem hvort tveggja sé notað þegar ferðagjöfin sé send áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert