Aldrei fleiri kosið utan kjörfundar

Metfjöldi greiddi atkvæði utan kjörfundar í ár.
Metfjöldi greiddi atkvæði utan kjörfundar í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjörsókn utan kjörfundar í forsetakosningum hefur aldrei verið betri í Íslandssögunni, en 43.581 hafði kosið um fimmleytið í gær. Þegar jafnlangt var í kosningar árið 2016 höfðu rúmlega 36 þúsund manns greitt atkvæði og á sama tíma árið 2012 voru atkvæðin 30.300 talsins.

„Þetta eru fjölmennustu kosningarnar sem hafa verið utan kjörfundar. Enda er það ekkert skrýtið þar sem forsetakjör er um hásumar. Margir sem eru að kjósa núna höfðu ætlað sér að fara út úr bænum,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Kosið verður til forseta á morgun, laugardag, og eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, og Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, í framboði.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer nú fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í Smáralind annars vegar og undir stúkunni á Laugardalsvelli í húsnæði KSÍ hins vegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert