Fimmtán í sóttkví eftir smit í ráðuneytinu

Smitið varð hjá starfsmanni í Sjávarútvegshúsinu á Skúlagötu.
Smitið varð hjá starfsmanni í Sjávarútvegshúsinu á Skúlagötu. mbl/Arnþór Birkisson

Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Í kringum 15 starfsmenn fara í sjálfskipaða sóttkví til að byrja með, sem störfuðu á sömu hæð og viðkomandi. Smitið varð ekki á ráðherragangi.

Ásta Sigrún Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hún segir að nú sé beðið leiðbeininga frá smitrakningarteyminu um framhaldið.

mbl.is hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að viðkomandi starfsmaður hafi smitast eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.

mbl.is