Rafbílavæðingin ekki talin með

Rafbílar í hleðslu.
Rafbílar í hleðslu. mbl.is/​Hari

Rafbílavæðingin hér á landi er ekki talin með, þegar hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum er reiknaður út, þrátt fyrir að hlutur hennar sé nú nægur til þess að mæta þeim kröfum sem lög gera ráð fyrir.

Þetta kemur fram í grein Sigríðar Á. Andersen, er birtist í blaðinu í dag.

Sigríður nefnir í grein sinni að í lögum sé kveðið á um að 5% orkugjafa í samgöngum skuli vera endurnýjanleg. Þá kveði reglugerð frá 2016 á um 6% minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum og vinnuvélum.

Reglurnar séu hins vegar miðaðar við aðstæður innan Evrópusambandsins og taki því eingöngu mið af einstökum seljendum orku en telji ekki með þegar bílar eru hlaðnir við heimahús. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður þetta hafa kostað þjóðarbúið milljarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »