Rúðubrot kostuðu 50 milljónir á 4 árum

Austurbæjarskóli. Alvarlegt atvik varð kveikjan að úttekt á öryggismálum.
Austurbæjarskóli. Alvarlegt atvik varð kveikjan að úttekt á öryggismálum. mbl.is/Árni Sæberg

Verulegur kostnaður er af skemmdarverkum af ýmsu tagi á byggingum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar að því er fram kemur í skýrslu starfshóps um öryggismál í skóla- og frístundastarfi.

Nemur kostnaður við viðgerðir á brotnum rúðum í skólum um 50 milljónum króna á árunum 2016-2019.

Í þeim þremur skólum þar sem kostnaður er hæstur er ekki öryggismyndavélakerfi. Kostnaður vegna rúðubrota reyndist 5,2 milljónir í einum skóla á umræddu tímabili, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert