Þrír látnir eftir brunann á Bræðraborgarstíg

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Einn af þeim sem fluttir voru á Landspítalann er útskrifaður af sjúkrahúsinu.

Tveir voru handteknir á vettvangi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, en síðan sleppt eftir skýrslutökur. Einn er enn í haldi lögreglu í þágu rannsóknarinnar og mun ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum liggja fyrir síðar í dag.

Rannsókn lögreglu á brunavettvangi hófst formlega eftir að slökkviliðið hafði lokið þar störfum um hálffjögurleytið í nótt.

Tilkynning um eldinn barst kl. 15.15 og hélt fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn, en aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar. Slökkvistarfið tók töluverðan tíma, en mikinn reyk lagði frá húsinu og voru íbúar í nágrenninu beðnir að loka hjá sér gluggum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Efri hluti hússins hefur verið rifinn í kjölfar brunans.
Efri hluti hússins hefur verið rifinn í kjölfar brunans. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina