„Við erum eina parið á hótelinu!“

„Við erum eina parið á hótelinu!“ segja þau Ole og Hanne sem eru á ferðalagi um Ísland þessa dagana. Þau segja afar sérstakt að ferðast við þessar aðstæður en þau og aðrir ferðamenn sem mbl.is ræddi við eru ánægð með fámennið við náttúruperlur landsins.
Fækkun gesta á Þingvöllum er 93% á milli ára.

Í myndskeiðinu er rætt við ferðamenn sem voru á Þingvöllum í gær um upplifunina af ferðalaginu en einnig við Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörð á Þingvöllum. Hann segir að opnun landsins hafi greinilega skilað sér í umferð um Þingvelli en langt sé í að umferðin nálgist það sem hún var áður en faraldur kórónuveirunnar skall á.

Þeir ferðamenn sem rætt er við í myndskeiðinu segjast ánægðir …
Þeir ferðamenn sem rætt er við í myndskeiðinu segjast ánægðir með fámennið við náttúruperlurnar. Skjáskot

Hið ánægjulega sé að Íslendingar séu farnir að leggja leið sína í þjóðgarðinn og til að mynda hafi verið töluverður fjöldi þar á sautjánda júní, eða 1.229 samkvæmt talningu, og aukningin er yfirleitt töluverð um helgar. Föstudaginn 12. júní var ekki búið opna landið og þá komu 17 manns í garðinn en viku síðar voru þeir 375.

Frá því að flug hófst að nýju til landsins þann …
Frá því að flug hófst að nýju til landsins þann fimmtánda júní hefur verið algengt að á milli tvö og þrjúhundruð manns leggi leið sína til Þingvalla. Árin á undan voru þeir gjarnan fjögur til sex þúsund á sömu dögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert